Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. september 2019 11:46
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Óskar segir Valsvöllinn næstbesta staðinn til að landa titlinum
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR.
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og KR mætast í 20. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld en KR-ingar innsigla Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna sigur.

Bikarinn mun þó aldrei fara á loft í kvöld þar sem hefðin er sú að honum sé lyft eftir síðasta heimaleik ef möguleiki er á.

„Við erum til­bún­ir til þess að fagna titl­in­um í kvöld og þó fyrr hefði verið. Hlíðar­endi er lík­lega næstbesti staður­inn til landa titl­in­um og við för­um auðvitað inn í þenn­an leik til að vinna hann eins og við ger­um í öll­um leikj­um," segir Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, í samtali við Guðmund Hilmarsson á mbl.is.

Óskar reiknar með erfiðum leik en Valur er eitt af þeim félögum sem eru að berjast um að ná Evrópusæti.

„Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að leik­ur­inn í kvöld skipt­ir öllu máli fyr­ir Vals­menn. Það er duga eða drep­ast fyr­ir þá. Þarna mæt­ast tvö lið sem þurfa sig­ur og ekk­ert annað og það verður hart tek­ist á," segir Óskar við mbl.is.

Óskar er talinn líklegastur til að vera valinn leikmaður ársins í Pepsi Max-deildinni.

mánudagur 16. september
17:00 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner