Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. september 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rudi Gutendorf látinn - Þjálfaði 55 lið í 32 löndum
Mynd: Getty Images
Þýski knattspyrnuþjálfarinn Rudi Gutendorf er látinn. Hann var 93 ára gamall.

Hann setti heimsmet með því að þjálfa 55 fótboltalið í 32 löndum, í fimm heimshálfum. Þjálfaraferill hans spannaði rúmlega hálfa öld.

Hann þjálfaði lið í efstu deild Þýskalands, sem og 18 landslið. Meðal þeirra landsliða sem hann stýrði eru Ástralía, Kína og Fíjí-eyjar.

Hans fyrsta starf í þjálfun var hjá Blue Stars Zurich í Sviss, en það síðasta var hjá landsliði Samóaeyja árið 2003.

Dr Rainer Koch. varaformaður hjá þýska knattspyrnusambandinu, segir að Gutendorf hafi verið „stórkostlegur sendiherra fyrir þýskan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner