Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus með augastað á Tahith Chong
Tahith Chong.
Tahith Chong.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur áhuga á Tahith Chong, ungum leikmanni Manchester United. Nicola Balice, fréttamaður Calciomercato, heldur þessu fram.

Chong er 19 ára kantmaður frá Hollandi og rennur samningur hans við Rauðu djöflana út næsta sumar. Sagt var frá því fyrr í vikunni að Chong hefði hafnað samningstilboði frá United.

Hann gæti farið til Juventus á frjálsri sölu næsta sumar, en hann væri þá ekki fyrsti leikmaðurinn sem Juventus fengi frítt frá Manchester United.

Ítalíumeistararnir fengu Paul Pogba á frjálsri sölu frá Man Utd árið 2012 og var hann hjá félaginu til 2016, þegar United keypti hann aftur fyrir 89 milljónir punda - þá heimsmetsfé.

Chong má byrja að ræða við félög utan Englands í janúar.

Juventus hefur nú þegar rætt við Jonathan Barnett, umboðsmann Chong, og þá hefur Hollendingurinn komið til tals í viðræðum United og Juventus um sóknarmanninn Mario Mandzukic (33) sem United er sagt hafa áhuga á.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner