Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   mán 16. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Evrópuslagur í Sardiníu
Það eru enn tveir leikir eftir í sextándu umferð ítalska deildartímabilsins og fer annar þeirra fram í kvöld.

Cagliari tekur þar á móti Lazio í hörkuslag í Sardiníu. Aðeins fjögur stig skilja liðin að í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Cagliari hefur reynst spútnik lið fyrri hluta tímabils á meðan Lazio er á gríðarlegri siglingu og er búið að vinna síðustu sjö leiki sína í röð, þar á meðal 3-1 gegn Ítalíumeisturum Juventus í síðustu umferð.

Heimamenn eru að glíma við meiðsli og verða án Valter Birsa, Leonardo Pavoletti og Marko Rog auk markvarðanna Alessio Cragno og Robin Olsen. Adam Marusic er fjarri góðu gamni í liði gestanna.

Hægt er að reikna með fjörugum markaleik. Hér eru að mætast tvö af fjórum liðum deildarinnar sem hefur tekist að skora meira en 30 deildarmörk það sem af er tímabils.

Leikur kvöldsins:
19:45 Cagliari - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner