Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Young kveður Man Utd: Ég er einn af ykkur
Mynd: Getty Images
Hinn 34 ára gamli Ashley Young er búinn að kveðja Manchester United. Hann er orðinn leikmaður Inter sem er í toppbaráttu í ítölsku deildinni.

Young er talinn hafa skrifað undir sex mánaða samning við Inter með möguleika á eins árs framlengingu. Hann lék yfir 250 leiki á tíma sínum hjá Man Utd og vann nokkra titla.

„Til Man Utd: Þú gafst mér tækifæri til að spila með goðsögnum, vinna titla, starfa undir besta knattspyrnustjóra sögunnar og verða að fyrirliða. Takk fyrir að leyfa mér að vera partur af sögu þinni í átta og hálft ár," skrifaði Young á Twitter.

„Til stuðningsmanna Man Utd: Ég lagði mig allan fram í hvert skipti sem ég gekk á völlinn í treyjunni ykkar. Takk fyrir allan stuðninginn í gegnum hátt og lágt. Ég er einn af ykkur þó ég sé farinn héðan."
Athugasemdir
banner
banner
banner