Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fös 17. janúar 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
„Æfði ekki í dag því þeir spörkuðu svo oft í hann“
Cole Palmer fékk að finna fyrir því.
Cole Palmer fékk að finna fyrir því.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Cole Palmer sé tæpur fyrir úrvalsdeildarleikinn gegn Úlfunum á mánudagskvöld. Palmer æfði ekki í dag en hann meiddist í ökkla í jafnteflinu gegn Bournemouth.

Romeo Lavia, Enzo Fernandez og Levi Colwill misstu einnig af æfingunni þar sem þeir urðu fyrir smávægilegum meiðslum í leiknum.

„Cole er tæpur fyrir leikinn. Þeir spörkuðu svo oft í hann að hann gat ekki æft í dag. Við vitum ekki hvort hann geti æft um helgina," segir Maresca en Palmer hefur verið einn besti leikmaður tímabilsins, er með 14 mörk í 21 leik.

Trevoh Chalobah er klár í slaginn eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Crystal Palace vegna meiðsla varnarmanna liðsins.

Mykhailo Mudryk hefur ekkert komið við sögu hjá Chelsea eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Mudryk heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa meðvitað tekið lyf á bannlista.

„Það er enn rannsókn í gangi og ég veit ekki hvenær málin komast á hreint. Við sem félag höldum utan um Mykhailo og reynum að hjálpa honum. Ég hef engar nýjar fréttir," svaraði Maresca þegar hann var spurður út í stöðu mála hjá úkraínska landsliðsmanninum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner