Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fim 17. apríl 2025 18:18
Sverrir Örn Einarsson
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Oliver Heiðarsson
Oliver Heiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ógeðslega ánægður. Við vorum alveg að búast við því að gefa þeim góðan leik og við gerðum það í dag. Mér líður eins og þeir hafi bara aldrei átt möguleika við vorum bara betri frá fyrstu mínútu.“ Sagði að vonum ánægður leikmaður ÍBV Oliver Heiðarsson eftir 3-0 sigur Eyjamanna á Víkingum í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikið var á Þórsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 Víkingur R.

Mjólkurbikarinn hefur verið keppni Víkinga undanfarin ár og hefur lið þeirra verið í úrslitum á hverju ári frá árinu 2019 ef undanskilið er árið 2020 þegar keppnin var ekki kláruð. Hvernig er fyrir ÍBV að henda þeim út í 32 liða úrslitum?

„Það er bara risastórt. Ég sjálfur tapaði fyrir þeim í úrslitum fyrir nokkrum árum svo það er sætt að ná að kasta þeim út og hefna mín aðeins..“

Um hvað Eyjaliðið tekur út úr leiknum og það veganesti sem sigurinn getur gefið liðinu í Bestu deildinni sagði Oliver.

„Mjög gott og gefur okkur aukakraft inn í tímabilið. Við höfum ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjunum þannig að það er gott að geta sett þrjú á að mati flestra besta liðið í deildinni.“

Sagði Oliver en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan


Athugasemdir