Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 17. júlí 2018 10:46
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Bjarni Ólafur: Litið á það sem skandal að þeir hafi tapað fyrri leiknum
Bjarni Ólafur ræðir við Sigurbjörn Hreiðarsson á æfingu í Þrándheimi í gær.
Bjarni Ólafur ræðir við Sigurbjörn Hreiðarsson á æfingu í Þrándheimi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Reynsluboltinn Bjarni Ólafur Eiríksson er ekki að fara að spila á heimavelli Rosenborg í fyrsta sinn þegar Valsmenn heimsækja völlinn, Lerkendal leikvanginn, á morgun.

Þetta verður seinni viðureign Rosenborgar og Vals en Íslandsmeistararnir leiða einvígið eftir 1-0 sigur á Hlíðarenda í síðustu viku.

„Það er kærkomið að komast í hita og sól og frábærar aðstæður," sagði Bjarni við Fótbolta.net eftir æfingu í gær.

„Ég hef spilað á þessum velli nokkrum sinnum. Það er frábær stemning á þessum mjög flottum velli. Rosenborg er yfirleitt með frábært lið og þannig er það núna. Við búumst við allt öðruvísi leik en heima."

Bjarni segir að það sé engin spurning að mikil pressa verði á Rosenborg að klára dæmið á morgun.

„Það var talað um það í norsku pressunni að það væri skandall að þeir hefðu tapað þessum fyrri leik. Þeir mæta örugglega alveg brjálaðir á sínum heimavelli. Þeir eru örugglega sigurvissir þrátt fyrir tapið í hinum leiknum," segir Bjarni.

„Við þurfum að halda áfram að trúa því sem við byrjuðum á í fyrri leiknum. Með réttu leikskipulagi er allt hægt. Rosenborg kemur væntanlega til með að pressa okkur helvíti hátt. Við þurfum að byrja þetta af krafti og þora að spila boltanum."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner