Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 17. júlí 2023 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Hefðum getað spilað í allt kvöld og ekki skorað
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur heimsótti Stjörnuna þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni í kvöld. 

Valur gat með sigri saxað á forskot Víkinga á toppi deildarinnar niður í þrjú stig svo það mátti búast við hörku leik á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Við ætluðum okkur að koma hérna og sækja þrjú stig en við vissum að það yrði erfitt." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst Stjarnan spila bæði flottan leik og byrjuðu með krafti í fyrri hálfleik en mér fannst við vera töluvert meira með boltann og mér fannst við í raun mjög flottir þegar við vorum að koma okkur í fínar stöður á sóknarþriðjung trekk í trekk og koma okkur í fín færi, þetta var svolítið opin leikur en við nýttum ekki þá möguleika sem að við höfðum." 

„Á góðum degi þá hefðum við skorað ansi mikið af mörkum miðað við það hvernig leikurinn spilaðist en ég held að við hefðum getað spilað í allt kvöld og ekki skorað miðað við það sem við vorum að skapa okkur og vorum að komast trekk í trekk í álitlegar stöður og dauðafæri en inn vildi boltinn ekki og að er það sem skildi á milli." 

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að mæta á æfingar með Val í sumar og upp hafa sprottið vangaveltur hvort hann gæti mögulega spilað með Val í sumar en Arnar veit þó ekki hvort það sé raunhæfur möguleiki.

„Ég bara veit það ekki, ég held að það sé nú bara það fyrsta fyrir hann að koma sér af stað aftur og hann kom á tvær æfingar og á seinni æfingunni þá þurfti hann að hætta eftir 5 mínútur vegna þess að hann fékk smá álagsmeiðsl undir hæl og svo verður bara að koma í ljós hvað gerist. Vonandi bara sem fyrst getur hann farið að æfa og koma sér í alvöru stand og svo kemur bara í ljós hvar hann endar, lykilatriðið er að hann komi sér í topp stand og geti spilað fótbolta aftur hvort sem það verði á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar, það væri nátturlega frábært fyrir Íslenska knattspyrnu ef að hann yrði á Íslandi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig þau mál líta út."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner