Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 20:56
Fótbolti.net
Einkunnir úr bikarúrslitaleiknum: Karitas og Fríða bestar
Selfyssingar eru bikarmeistarar í fyrsta sinn!
Selfyssingar eru bikarmeistarar í fyrsta sinn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er Mjólkurbikarmeistari kvenna eftir 2-1 sigur á KR. Hér að neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Lið Selfoss:

Kelsey Wys (7)
Átti rosalega vörslu frá Guðmundu Brynju í framlengingunni. Varsla sem fór langt með að landa sigrinum fyrir Selfoss.

Grace Rapp (6)
Komst ekki almennilega í takt við leikinn en fór vaxandi þegar á leið.

Brynja Valgeirsdóttir (6)
Var solid í hjarta Selfoss varnarinnar.

Bergrós Ásgeirsdóttir (6)
Var mjög flott varnarlega. Lokaði vel á vinstri kantmenn KR í leiknum og gaf fá færi á sér.

Anna María Friðgeirsdóttir (f) (7)
Var öflug bæði varnar- og sóknarlega. Átti geggjaða tæklingu undir lok leiks og kom í veg fyrir að KR fengi dauðafæri.

Barbára Sól Gísladóttir (6)
Var nokkuð spræk en það vantaði aðeins upp á nákvæmnina og fínhreyfingarnar. Fékk frábært færi í fyrri hálfleik sem hún hefði mátt nýta betur.

Karitas Tómasdóttir (8)
Gríðarlega dugleg á miðjunni hjá Selfoss. Hennar vinnuframlag og barátta á miðjunni átti stóran þátt í sigri Selfoss.

Allison Murphy (6)
Skilaði varnarvinnunni vel en var lítið áberandi í sóknarleiknum.

Magdalena Anna Reimus (5)
Náði sér ekki almennilega á strik í leiknum. Fór illa með gott marktækifæri í seinni hálfleik.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (5)
Átti ágætan leik heilt yfir en leit ekki vel út í marki KR. Tankurinn virtist hálf tómur í framlenginnu þegar Guðmunda Brynja fór auðveldlega framhjá henni og var ansi nálægt því að skora.

Hólmfríður Magnúsdóttir (8)
Var hættulegust í liði Selfoss framan af. Skoraði fyrra mark liðsins með mögnuðu einstaklingsframtaki og dreif liðið sitt áfram allt til loka.

Varamenn:

Hrafnhildur Hauksdóttir ('70)

Þóra Jónsdóttir ('88) (7)
Átti góða innkomu og skoraði sigurmarkið með gullfallegu skoti í fyrri hálfleik framlengingarinnar.

Halla Helgadóttir ('112)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.


Lið KR:

Ingibjörg Valgeirsdóttir (7)
Átti tvær mjög góðar vörslur sem héldu KR inn í leiknum. Þar af eina gríðarlega mikilvæga í stöðunni 1-1, undir lok fyrri hálfleiks.

Ingunn Haraldsdóttir (6)
Skilaði hlutverki sínu vel og barðist allan leikinn.

Laufey Björnsdóttir (6)
Fín frammistaða hjá Laufeyju og mikil barátta.

Guðmunda Brynja Óladóttir (6)
Byrjaði leikinn ekkert sérstaklega en vann sig vel inn í leikinn og var mjög ógnandi í framlínu KR í framlengingunni. Fékk að minnsta kosti eitt færi sem hún hefði mátt nýta betur.

Katrín Ómarsdóttir (7)
Það vantaði kannski x-factorinn hjá Katrínu í dag en hún var engu síðar á meðal bestu leikmanna vallarins. Skilaði boltanum vel frá sér og bjó til færi fyrir samherjana.

Lilja Dögg Valþórsdóttir (6)
Byrjaði leikinn af krafti en var óheppin og þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir hálftímaleik.

Betsy Doon Hasset (7)
Það væri gaman að sjá hlaupatölurnar hennar eftir leik. Var ótrúlega vinnusöm á miðjunni hjá KR.

Tijana Krstic (5)
Gerði einföldu hlutina ágætlega en skilaði boltanum ekki nægilega vel frá sér. Lenti nokkrum sinnum í vandræðum með að hreinsa frá markinu sínu.

Grace Maher (6)
Það fór ekki mikið fyrir henni á miðjunni en hún var dugleg í skítavinnunni hjá KR.

Þórunn Helga Jónsdóttir (f) (5)
Spilaði boltanum ágætlega frá sér á miðjunni en gerði dýrkeypt mistök þegar hún tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Selfoss.

Gloria Douglas (7)
Gloria nýtur sín í bikarkeppninni og skoraði fyrsta mark leiksins með laglegu einstaklingsframtaki. Var ógnandi út allan leikinn.

Varamenn:

Kristín Erla Ó. Johnson ('33) (6)
Virkaði ögn stressuð í byrjun en vann sig vel inn í leikinn og komst vel frá sínu hlutverki.

Sandra Dögg Bjarnadóttir ('66) (6)
Var lífleg og kom sér í ágæt færi en hefði mátt klára þau betur.

Hlíf Hauksdóttir ('108)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner