lau 17. ágúst 2019 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool vann þrátt fyrir klaufamistök Adrian
Pukki setti þrennu
Liverpool sótti þrjá punkta til Southampton í dag þrátt fyrir mikla erfiðleika, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Sadio Mane kom Liverpool yfir rétt fyrir leikhlé og tvöfaldaði Roberto Firmino forystuna eftir sendingu frá Mane í seinni hálfleik.

Danny Ings kom af bekknum og minnkaði muninn eftir skelfileg mistök hjá Adrian í markinu. Hann virtist hafa nægan tíma á boltanum eftir sendingu frá Virgil van Dijk en Ings mætti í pressuna og endaði boltinn í netinu. Adrian sparkaði knettinum í Ings og var þetta í annað sinn í leiknum sem markvörðurinn lenti í vandræðum með hápressu.

Meira var þó ekki skorað og mikilvæg stig í hús hjá Liverpool fyrir erfiðan leik gegn Arsenal um næstu helgi.

Southampton 1 - 2 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('45 )
0-2 Roberto Firmino ('71 )
1-2 Danny Ings ('83 )

Bernard skoraði þá eina mark leiksins er Everton hafði betur gegn Watford. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju heimamanna sem eru með fjögur stig eftir tvær umferðir og ekki búnir að fá mark á sig.

Nýliðar Aston Villa töpuðu þá fyrir Bournemouth þar sem Harry Wilson, á lánssamningi frá Liverpool, skoraði annað mark gestanna. Douglas Luiz, fyrrum leikmaður Man City, skoraði fyrir Villa í leiknum.

Mark var dæmt af Leo Trossard með myndbandstækninni er Brighton gerði 1-1 jafntefli við West Ham og þá skoraði finnski framherjinn Teemu Pukki þrennu í góðum sigri Norwich.

Norwich fékk Newcastle í heimsókn og skoraði finnska markavélin öll mörk liðsins í 3-1 sigri. Pukki skoraði 29 mörk í 43 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Everton 1 - 0 Watford
1-0 Bernard ('10 )

Aston Villa 1 - 2 Bournemouth
0-1 Joshua King ('2 , víti)
0-2 Harry Wilson ('12 )
1-2 Douglas Luiz ('71 )

Brighton 1 - 1 West Ham
0-1 Javier Hernandez ('61 )
1-1 Leandro Trossard ('65 )

Norwich 3 - 1 Newcastle
1-0 Teemu Pukki ('32 )
2-0 Teemu Pukki ('63 )
3-0 Teemu Pukki ('75 )
3-1 Jonjo Shelvey ('93)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir