„Við náðum ekki inn öðru markinu, hvorki í góðum kafla í fyrri hálfleiknum né í seinni hálfleiknum. Annað markið kemur ekki fyrr en á 93. mínútu þannig að eðlilega var þetta stress,“ sagði Magnús Örn Helgason, þjálfari Gróttu, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Lengjudeild kvenna í kvöld.
„Mér fannst stelpurnar koma vel inn. Mér fannst orkan aðeins vera að detta og Fjölnir var að tak völdin. Þannig að mér fannst skiptingin heppnast vel eins og hefur verið að gerast í sumar. Stelpurnar sem hafa verið að koma inn, varamennirnir, hafa verið að gera virkilega vel.“ Þetta sagði hann um þrefalda skiptingu sem hann gerði um miðjan síðari hálfleik.
Spurður hvernig liðið væri að koma undan Covid pásunni sagði hann: „Mjög vel. Stelpurnar voru ótrúlega duglegar. Við keyrðum erfiðar æfingar og æfðum stíft eftir því sem þetta frestaðist og frestaðist. Mér sýndist í dag vera mikil orka.“
Athugasemdir
























