Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 17. ágúst 2023 21:05
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi vill minnka álagið á Evrópulið: Þurftum að ferðast í 11 leiki af 14
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með sitt lið þrátt fyrir að þeir töpuðu í kvöld 5-1 gegn gríðar sterku liði Club Brugge í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  5 Club Brugge

„Ég er ánægður með strákana, við getum tekið heilmikið út úr þessu, við komum hérna og spiluðum bara flott í svona 60 mínútur áður en við urðum of þreyttir. Við skorum mark, skorum í báðum leikjum á móti liði sem er gríðarlega sterkt. Þannig að það er margt sem við getum tekið úr þessu, ég var mjög ánægður með að við þorðum að spila. Við spiluðum út frá markmanni og gerum þetta mjög vel en munurinn á liðunum er mikill og eðlilega töpum við, en það er einhvernegin þannig að hitt skín í gegn. Ég er ánægður með frammistöðuna og bara credit á strákana fyrir að leggja sig alla fram. Það einhvernvegin skín meira í gegn, það jákvæða heldur en svekkelsin við að tapa."

Hallgrímur róteraði liðinu sínu töluvert og alls voru 8 breytingar á liðinu. Hann segir að það sér mikilvægt fyrir skipuleggjendur íslensku deildarinnar að gera breytingar svo að lið sem eru í Evrópu eru ekki undir svona miklu álagi.

„Við erum bara undir gríðarlega miklu álagi eins og ég hef talað um. Við getum ekki stillt upp sama liðinu í 90 mínútur alla þessa leiki, sem dæmi yfir 14 leikja tímabil þá þurfum við að ferðast í 11 leiki og við erum ekki að ferðast í einhverjum fyrsta klassa í einhverjum vélum sem að félagið á. Við þurfum að fara aðrar leiðir, meira segja fyrir heimaleikina okkar þurfum við að keyra 5 tíma heim í evrópukeppni. Þannig að það er bara mikið álag og við verðum að gera það sem er best fyrir liðið, þurfum að hugsa um deildina, evrópukeppni og bikarinn. Það er bara þannig og eins og ég hef sagt í öðrum viðtölum er þetta eitthvað sem félögin og KSÍ þurfa að skoða, því að álagið sem við og Breiðablik erum á er ekki að hjálpa liðunum í Evrópu. Við sjáum hvað þetta er gaman að fara langt, við viljum fara langt, við viljum að okkar liðum gangi vel og þá verðum við að breyta."

Færeyska deildin hefur gert allt fyrir liðin sín í Evrópu þar sem þeir hafa til að mynda bara tekið langa pásu í deildinni. Það hefur gengið vel hjá þeim og Hallgrími finnst sá kostur allavega eiga að vera á borðinu.

„Já já, við bara setjumst niður og skoðum þetta. Það er möguleiki og bara mjög flottur möguleiki. Ég hjó einmitt eftir því að fyrsta skipti sem þeir spiluðu leik í deildinni þá töpuðu þeir honum. Þeir voru ekki búnir að tapa í 16 leiki í fyrstu leikjunum og svo er álag í evrópukeppni, þeir gáfu frí og svo um leið og þeir byrjuðu þá töpuðu þeir í Evrópu. Þetta bara hefur áhrif og við þurfum bara að setjast niður og ræða þetta og finna bestu lausnina. Því að íslenska deildin hún er það sterk að við getum farið að ná lengra og lengra í Evrópu og við þurfum að hjálpa liðunum í því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Hallgrímur nánar um leikmannamál og komandi leiki.


Athugasemdir
banner