Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 17. september 2018 20:08
Hulda Mýrdal
Bojana: Ég hefði viljað að við gerðum þetta fyrr
Bojana þjálfari KR
Bojana þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann Grindavík 2-1 í næst síðustu umferð Pepsideildarinnar. Með sigrinum tryggðu þær sér áframhaldandi veru að ári í Pepsi deildinni.
Bojana þjálfari KR var að vonum sátt með sigurinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

"Já þetta var bara frábært hjá þeim!"

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
"Við komum smá óöruggar í fyrri hálfleik. Mér fannst Grindavíkur stelpur eiga betri fyrri hálfleik. Voru öruggari og sköpuðu margar sóknir, við náðum ekki alveg að leysa þetta. En í seinni hálfleik voru við með miklu sterkari vörn, unnum marga bolta og komum með margar sóknir. Það hjálpaði okkur að setja mark snemma og komast yfir, það opnaði ýmislegt. Það að setja mark var frábært og kom á frábærum tíma og 2-1 bara frábært. "

Þegar KR skoraði þurfti Grindavík að ná tveimur mörkum til að halda sér uppi. Hvernig leið þér?
"Ég var alls ekki stressuð. Við höfum spilað marga erfiða leiki þar sem við höfum þurft að verjast þannig að ég hafði engar áhyggjur varnarlega. Þær þurftu að vinna en nei það var ekki mikið stress og við spiluðum rólega. Þær komu með hörku og margar tæklingar sem ég hafði áhyggjur af myndu brjóta okkur andlega niður. Það gerðist ekki og stelpurnar mínar gerðu mjög vel. Vinna bolta, halda honum og koma með fínar sóknir og klára þennan leik vel"

Nú er ein umferð eftir. Er ekki léttir að hafa klárað þetta í dag fyrir lokaumferð?
"Jú ég hefði viljað að við hefðum gert þetta fyrr! Við erum með gott lið. Við erum með betri markatölu en í fyrra og fleiri stig á þessum tímapunkti. Við höfum klúðrað nokkrum stigum sem ég hefði viljað fá fyrr en í þessum leik. Frábært að klára þetta núna"

Nánar er rætt við Bojonu í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner