Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 17. september 2018 20:08
Hulda Mýrdal
Bojana: Ég hefði viljað að við gerðum þetta fyrr
Kvenaboltinn
Bojana þjálfari KR
Bojana þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann Grindavík 2-1 í næst síðustu umferð Pepsideildarinnar. Með sigrinum tryggðu þær sér áframhaldandi veru að ári í Pepsi deildinni.
Bojana þjálfari KR var að vonum sátt með sigurinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Grindavík

"Já þetta var bara frábært hjá þeim!"

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
"Við komum smá óöruggar í fyrri hálfleik. Mér fannst Grindavíkur stelpur eiga betri fyrri hálfleik. Voru öruggari og sköpuðu margar sóknir, við náðum ekki alveg að leysa þetta. En í seinni hálfleik voru við með miklu sterkari vörn, unnum marga bolta og komum með margar sóknir. Það hjálpaði okkur að setja mark snemma og komast yfir, það opnaði ýmislegt. Það að setja mark var frábært og kom á frábærum tíma og 2-1 bara frábært. "

Þegar KR skoraði þurfti Grindavík að ná tveimur mörkum til að halda sér uppi. Hvernig leið þér?
"Ég var alls ekki stressuð. Við höfum spilað marga erfiða leiki þar sem við höfum þurft að verjast þannig að ég hafði engar áhyggjur varnarlega. Þær þurftu að vinna en nei það var ekki mikið stress og við spiluðum rólega. Þær komu með hörku og margar tæklingar sem ég hafði áhyggjur af myndu brjóta okkur andlega niður. Það gerðist ekki og stelpurnar mínar gerðu mjög vel. Vinna bolta, halda honum og koma með fínar sóknir og klára þennan leik vel"

Nú er ein umferð eftir. Er ekki léttir að hafa klárað þetta í dag fyrir lokaumferð?
"Jú ég hefði viljað að við hefðum gert þetta fyrr! Við erum með gott lið. Við erum með betri markatölu en í fyrra og fleiri stig á þessum tímapunkti. Við höfum klúðrað nokkrum stigum sem ég hefði viljað fá fyrr en í þessum leik. Frábært að klára þetta núna"

Nánar er rætt við Bojonu í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner