Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 17. september 2018 20:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini um landsliðið: Veit að ég er langbestur í starfið
Er samningsbundinn Breiðablik og segist ekki vera á leiðinni neitt annað
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel og ég er hrikalega stoltur af liðinu og öllu genginu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra tvöfaldra meistara Breiðabliks. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Selfoss fyrr í kvöld og eru því orðnar Íslandsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við erum búnar að spila vel og erum besta liðið á Íslandi í dag. Við stefndum á þetta og sögðum fyrir mót að við ætluðum að vinna báða titlana. Við gerðum okkur þó alveg grein fyrir því þegar við fórum inn í mótið að það yrði erfitt og við þyrftum að hafa mikið fyrir því. Við gerðum líka alveg ráð fyrir því að við myndum tapa leikjum og lenda í einhverjum skakkaföllum en þetta gekk raunverulega allt að því vonum framar,“ sagði Steini um magnaðan árangur Breiðabliks.

„Það er mikil vinnusemi í liðinu og þetta eru ótrúlega flottar stelpur. Þær eru ótrúlega góðar og leggja mikið á sig. Þær spila sem lið og ég held að það sé einkenni þessa liðs. Við erum liðsheild og erum flott lið inná vellinum. Það er mikill styrkur í því dæmi.“

Steini fór svo yfir sumarið og sagðist aldrei hafa efast um að geta unnið tvöfalt, jafnvel þegar sterkir leikmenn hurfu á braut um mitt sumar. Það hafi verið búið að skipuleggja tímabilið út frá því að þær færu og aðrir leikmenn fengju stærri hlutverk.

Í lok viðtalsins var Steini spurður út í framtíð sína en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna sem losnaði á dögunum.

„Ég er samningsbundinn Breiðablik næstu árin og er ekkert á leiðinni í burtu. Það hefur enginn rætt við mig um landsliðsþjálfara starfið. Þetta eru bara sögusagnir úti í bæ. Ég er raunverulega ekkert að spá í það, en ég veit það alveg sjálfur að ég er langbestur í starfið,“ sagði Steini léttur að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner