Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. september 2019 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Get ekki breytt andarungum í svani á nokkrum vikum
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var ekki sáttur eftir 1-1 jafntefli Inter gegn Slavia Prag. Gestirnir frá Tékklandi komust yfir í síðari hálfleik og virtust vera að sigla sigrinum í höfn þegar jöfnunarmark Inter leit loks dagsins ljós.

Nicolo Barella jafnaði í uppbótartíma eftir að aukaspyrna Stefano Sensi hafnaði í slánni. Inter er í dauðariðli og á leiki við Borussia Dortmund og Barcelona framundan.

„Slavia Prag spilaði mjög góðan leik. Þeir pressuðu okkur vel og spiluðu aggressívan sóknarbolta. Þeir leyfðu okkur ekki að spila eins og við vildum og er ég mjög ósáttur með þessa frammistöðu," sagði Conte að leikslokum.

„Við áttum að gera mikið betur en það tekur tíma fyrir liðið til að stilla sig á sama takt. Ég get ekki komið hingað og breytt andarungunum í svani á nokkrum vikum. Það er mikil vinna framundan og við þurfum að bæta okkur.

„Það mikilvægasta er að falla ekki aftur í gildruna sem við féllum í dag. Við byrjuðum að spila langa bolta þegar við náðum ekki að vinna úr pressunni þeirra og það vil ég ekki sjá. Ég tek þetta jafntefli á mig því mínar hugmyndir gengu ekki upp."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner