Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   fös 17. september 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Víkings. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var staddur í Víkinni í dag þar sem fréttamannafundur var haldinn. Fótbolti.net ræddi við Guðjohnsen eldri um tíðindin, sá hóf einmitt meistaraflokksferil sinn hjá Víkingi.

„Mér líður vel með þetta, þetta er ákvörðun sem hann tók af yfirveguðu ráði. Hann taldi þetta vera rétta skrefið," sagði Arnór.

Ert þú að leiðbeina honum mikið í þessari ákvörðun? „Nei, ég reyni yfirleitt að forðast það að taka ákvörðun fyrir strákana. En auðvitað segi ég mitt álit og hvar ég telji að næsta skref yrði gott fyrir hann. Að sama skapi myndi ég aldrei nokkurn tímann segja 'gerðu þetta' eða 'gerðu hitt'. Að taka ákvörðun sjálfur og standa við þær er hluti af því að verða alvöru fótboltamaður."

Finnst þér hann eiga mikið sem fótboltamaður? „Já, ég held það. Þetta er strákur sem einhverja hluta vegna stækkaði mjög hratt upp í 190cm á stuttum tíma og var með allskonar fylgikvilla hvað það varðar. Hjá Swansea kemst hann í lag eftir 7-8 mánuði í burtu, byrjar að æfa og þá brákar hann ökklann á fyrstu æfingu. Hann var alveg í burtu í eitt og hálft ár. Svo var hann nýkominn af stað með U23 liði Swansea, búnir einhverjir fjórir leikir og þá skellur á covid."

Arnór Borg er núna í endurhæfingu eftir aðgerð og ætti að vera kominn af stað seint í október. „Ég vona að þetta sé búið og hann geti núna einbeitt sér algjörlega að fótboltanum sem er hans ástríða og lfir fyrir," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner