Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 17. september 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Víkings. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var staddur í Víkinni í dag þar sem fréttamannafundur var haldinn. Fótbolti.net ræddi við Guðjohnsen eldri um tíðindin, sá hóf einmitt meistaraflokksferil sinn hjá Víkingi.

„Mér líður vel með þetta, þetta er ákvörðun sem hann tók af yfirveguðu ráði. Hann taldi þetta vera rétta skrefið," sagði Arnór.

Ert þú að leiðbeina honum mikið í þessari ákvörðun? „Nei, ég reyni yfirleitt að forðast það að taka ákvörðun fyrir strákana. En auðvitað segi ég mitt álit og hvar ég telji að næsta skref yrði gott fyrir hann. Að sama skapi myndi ég aldrei nokkurn tímann segja 'gerðu þetta' eða 'gerðu hitt'. Að taka ákvörðun sjálfur og standa við þær er hluti af því að verða alvöru fótboltamaður."

Finnst þér hann eiga mikið sem fótboltamaður? „Já, ég held það. Þetta er strákur sem einhverja hluta vegna stækkaði mjög hratt upp í 190cm á stuttum tíma og var með allskonar fylgikvilla hvað það varðar. Hjá Swansea kemst hann í lag eftir 7-8 mánuði í burtu, byrjar að æfa og þá brákar hann ökklann á fyrstu æfingu. Hann var alveg í burtu í eitt og hálft ár. Svo var hann nýkominn af stað með U23 liði Swansea, búnir einhverjir fjórir leikir og þá skellur á covid."

Arnór Borg er núna í endurhæfingu eftir aðgerð og ætti að vera kominn af stað seint í október. „Ég vona að þetta sé búið og hann geti núna einbeitt sér algjörlega að fótboltanum sem er hans ástríða og lfir fyrir," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner