Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 17. september 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Víkings. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var staddur í Víkinni í dag þar sem fréttamannafundur var haldinn. Fótbolti.net ræddi við Guðjohnsen eldri um tíðindin, sá hóf einmitt meistaraflokksferil sinn hjá Víkingi.

„Mér líður vel með þetta, þetta er ákvörðun sem hann tók af yfirveguðu ráði. Hann taldi þetta vera rétta skrefið," sagði Arnór.

Ert þú að leiðbeina honum mikið í þessari ákvörðun? „Nei, ég reyni yfirleitt að forðast það að taka ákvörðun fyrir strákana. En auðvitað segi ég mitt álit og hvar ég telji að næsta skref yrði gott fyrir hann. Að sama skapi myndi ég aldrei nokkurn tímann segja 'gerðu þetta' eða 'gerðu hitt'. Að taka ákvörðun sjálfur og standa við þær er hluti af því að verða alvöru fótboltamaður."

Finnst þér hann eiga mikið sem fótboltamaður? „Já, ég held það. Þetta er strákur sem einhverja hluta vegna stækkaði mjög hratt upp í 190cm á stuttum tíma og var með allskonar fylgikvilla hvað það varðar. Hjá Swansea kemst hann í lag eftir 7-8 mánuði í burtu, byrjar að æfa og þá brákar hann ökklann á fyrstu æfingu. Hann var alveg í burtu í eitt og hálft ár. Svo var hann nýkominn af stað með U23 liði Swansea, búnir einhverjir fjórir leikir og þá skellur á covid."

Arnór Borg er núna í endurhæfingu eftir aðgerð og ætti að vera kominn af stað seint í október. „Ég vona að þetta sé búið og hann geti núna einbeitt sér algjörlega að fótboltanum sem er hans ástríða og lfir fyrir," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner