Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 17. september 2022 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Sex tapleikir í röð ekki góðs viti fyrir neinn
Leicester endaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar fyrstu tvö heilu tímabil Rodgers við stjórnvölinn og rétt missti af Meistaradeildinni.
Leicester endaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar fyrstu tvö heilu tímabil Rodgers við stjórnvölinn og rétt missti af Meistaradeildinni.
Mynd: EPA

Brendan Rodgers og lærisveinar hans í Leicester City hafa farið hrikalega illa af stað á nýju úrvalsdeildartímabili og töpuðu 6-2 gegn Tottenham í dag. Það virtist ekki vera svakalegur munur á liðunum en þrenna frá Son Heung-min, sem kom inn af bekknum í seinni hálfleik, gerði gæfumuninn að lokum.


Leicester vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar, afar óvænt, með eitt stig eftir sjö umferðir og -12 í markatölu. Það er versta byrjun félagsins á deildartímabili síðan 1983.

Það eru taldar miklar líkur á því að Rodgers verði næsti knattspyrnustjóri til að fjúka en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Leicester í þrjú og hálft ár.

„Ég hef fulla trú á að við munum komast yfir þennan erfiða kafla. Það sást á strákunum í dag að þeir eru með sjálfstraust, frammistaðan var mjög góð á köflum. Ég mun berjast fyrir starfinu mínu en ég skil vel að sex tapleikir í röð eru ekki góðs viti fyrir neinn í þessum geira. Ég skil að stuðningsmenn séu ósáttir," sagði Rodgers að leikslokum.

„Hvað sem gerist þá mun ég alltaf bera mikla virðingu fyrir eigendunum. Þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning og hvað sem gerist þá mun ég sýna þeim virðingu, hvort sem ég verð hérna áfram til að reyna að snúa genginu við eða ekki."

Leicester sýndi flotta takta í fyrri hálfleik en var refsað fyrir slæman varnarleik í föstum leikatriðum og var staðan 2-2 í leikhlé eftir tvö hornspyrnumörk Tottenham. Í seinni hálfleik réðu gestirnir engan veginn við Son og steinlágu að lokum.

„Fólk mun skoða lokatölurnar og hugsa með sér að Leicester hafi verið rassskelldir aftur en ég er ekki sammála því. Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en vorum ekki nógu góðir í seinni hálfleik. Leikmenn verða að axla ábyrgð, þetta er ekki bara stjóranum að kenna," sagði James Maddison, sem var besti maður Leicester í dag, að leikslokum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner