De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   sun 17. september 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood í hópnum hjá Getafe
Mason Greenwood er mættur til leiks
Mason Greenwood er mættur til leiks
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood er í leikmannahópnum hjá Getafe sem mætir Osasuna í La Liga í dag.

Getafe tilkynnti 21-manna hóp sinn á heimasíðu sinni í gær og var Greenwood þar á lista.

Englendingurinn hefur æft síðustu tvær vikur með Getafe eftir að hafa komið á láni frá Manchester United.

Greenwood, sem er 21 árs, hefur ekkert spilað síðan í janúar á síðasta ári, en hann mátti ekki spila eftir að kærasta hans, Harriet Robson, birti myndir og myndbönd af áverkum sem hún sagði vera af hendi leikmannsins.

Leikmaðurinn var handtekinn og síðar kærður af saksóknaraembættinu en málið var látið niður falla eftir að ný sönnunargögn komu upp á yfirborðið. Því var ekki lengur talið líklegt að sakfella Greenwood.

Manchester United fór illa að ráði sínu í ágústmánuði en það hafði ákveðið að fá Greenwood aftur inn í hópinn áður en upplýsingarnar láku í fjölmiðla. Viðbrögðin í samfélaginu urðu til þess að United þurfti að taka U-beygju.

Félagið sagði að Greenwood ætti ekki lengur framtíð hjá United og væri þá unnið að því að koma honum frá félaginu en í stað þess að rifta samningnum var ákveðið að lána hann til Getafe.

Englendingurinn er í hópnum hjá Getafe í dag og gæti því spilað sinn fyrsta leik í eitt og hálft ár.

Greenwood er vinsæll hjá stuðningsmönnum spænska félagsins og hefur fengið afar góðar móttökur en þeir fá væntanlega að sjá hann í eldlínunni í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Osasuna klukkan 12:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner