Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. október 2021 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Sigurjóns framlengir við Þór
Mynd: Íþróttafélagið Þór
Orri Sigurjónsson leikmaður Þórs hefur framlengt samning sinn við félagið.

Orri lék sinn fyrsta leik fyrir Þór árið 2012 en síðan þá hefur hann leikið 136 leiki í deild og bikar og í þeim leikjum hefur hann skorað 8 mörk. Aðrir leikir í Lengjubikar og norðurlandsmóti eru 70 og 4 mörk.

Orri hefur leikið stórt hlutverk í liðinu síðan 2015.

Þá skrifaði Páll Hólm Sigurðarson undir samning við félagið og mun sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks.

Tilkynning Þórs

Í dag framlengdi Orri Sigurjónsson samning sinn við Þór og á sama tíma samdi knattspyrnudeild við Pál Hólm Sigurðarson og mun hann verða styrktarþjálfari meistaraflokks.

Orri Sigurjónsson er og hefur lengi verið einn af burðarásum Þórs og á hann að baki 136 leiki í deild og bikar og í þeim leikjum hefur hann skorað 8 mörk. Aðrir leikir í Lengjubikar og norðurlandsmóti eru 70 og 4 mörk.

Páll Hólm Sigurðarson kemur nú inn í þjálfarateymi Þórs og mun hann sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks. Páll hefur áður starfað við þjálfun hjá Þór þ.e.a.s. þá hjá körfuboltanum. Árið 2018 var hann ráðinn sem styrktar- og þolþjálfari beggja meistaraflokka í körfubolta.

Páll er menntaður IAK einkaþjálfari

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner