Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 17. október 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlega vel gert hjá Lineker - Lagði fram 3000 pund
Gary Lineker.
Gary Lineker.
Mynd: Getty Images
Sophie Scargill, sem spilar með Doncaster Rovers Belles, þurfti að safna sjálf fyrir aðgerð til þess að bjarga fótboltaferli sínum.

Scargill varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum á æfingu, en félagið gat ekki borgað aðgerðina fyrir hana. Kvennalið Doncaster Rovers Belles er ekki rekið undir sama hatti og karlalið Doncaster Rovers, og býr því ekki yfir sömu fjármunum.

Scargill hóf söfnun svo hún gæti gengist undir aðgerð og þá kemur Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, til sögunnar.

Hún þurfti að safna 5000 pundum fyrir aðgerðinni. Síðasta föstudag var húin búin að safna rúmlega 2000 pundum og þá ákvað Lineker, sem hefur getið af sér gott orð fyrir sín störf í sjónvarpi síðustu árin, að borga restina.

Hann lagði fram 3000 pund í söfnunina. „Það er mín ánægja að hjálpa til. Ég vona að þú getir byrjað að spila aftur fljótlega," skrifaði Lineker.

Ótrúlega vel gert hjá Lineker, þó það sé auðvitað sorglegt að þetta hafi allt saman þurft að fara svona; að Scargill hafi sjálft þurft að safna pening til þess að fara í aðgerð. Vonandi er að hún geti byrjað að spila aftur fótbolta sem fyrst.


Athugasemdir
banner
banner