Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 17. nóvember 2019 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Ég klikka ekki á næsta víti
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands, en hann klúðraði einnig vítaspyrnu þegar Ísland vann Moldóvu 2-1 í lokaleik liðsins í undanriðlinum fyrir EM.

Lestu um leikinn: Moldóva 1 -  2 Ísland

„Þetta er óþolandi, mjög pirrandi," sagði Gylfi um vítaspyrnuklúðrið sitt.

„Þetta var í fullkomni hæð fyrir hann. Ég klikka ekki á næsta víti."

Um frammistöðuna í riðlinum sagði Gylfi: „Ef þú hefðir boðið mér 19 stig fyrir riðilinn, þá hefði ég tekið það. Að öllu jöfnu þá myndi maður halda að það væri nóg til að tryggja sig áfram. Ég held að það séu ekki mörg lið með 19 stig og ekki á leiðinni beint á EM."

„Við bjuggumst við því að Frakkarnir myndu taka yfir riðilinn og stinga af. Að vinna Tyrkina heima og jafntefli úti var það sem lögðum upp með. Heilt yfir var þetta ekki svo slæmt."

Ísland fer í umspilið í mars.

„Okkur er strax byrjað að hlakka til. Við bíðum spenntir eftir að þessi undankeppni klárist svo við sjáum hvaða lið við fáum. Það er öruggt að við fáum fyrsta leik heima. Við verðum bara að halda okkar gengi á heimavelli áfram."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Sjá einnig:
Vítaspyrnusamanburður á Gylfa, Ronaldo og Messi
Athugasemdir
banner
banner
banner