Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   lau 18. janúar 2020 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Casemiro hetjan gegn Sevilla
Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik á Santiago Bernabeu er Real Madrid tók á móti Sevilla.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro kom heimamönnum þó yfir í síðari hálfleik eftir frábæra hælsendingu frá Luka Jovic sem fór innfyrir vörnina.

Luuk de Jong jafnaði fyrir Sevilla en Casemiro var aftur á ferðinni skömmu síðar og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins.

Í þetta sinn skoraði miðjumaðurinn öflugi með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Lucas Vazquez.

Gareth Bale var ekki í leikmannahópi Real en hann missti af úrslitakeppni Ofurbikarsins vegna „sýkingar í öndunarfærum".

Real er áfram á toppi deildarinnar, með þriggja stiga forystu á Barcelona sem á leik til góða. Sevilla er í fjórða sæti, átta stigum eftir Real.

Real Madrid 2 - 1 Sevilla
1-0 Casemiro ('57)
1-1 Luuk de Jong ('64)
2-1 Casemiro ('69)

Alaves hafði þá betur gegn Levante í fyrri leik dagsins á Spáni.

Aleix Vidal, sem er á láni frá Sevilla, gerði eina mark leiksins á 64. mínútu.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Alaves sem er með 23 stig eftir 20 umferðir. Levante er þremur stigum og sætum fyrir ofan.

Levante 0 - 1 Alaves
0-1 Aleix Vidal ('64)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Athletic 3 3 0 0 6 3 +3 9
3 Villarreal 3 2 1 0 8 1 +7 7
4 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
5 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
6 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
7 Getafe 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
9 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
10 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
11 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
12 Alaves 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
14 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
15 Oviedo 3 1 0 2 1 5 -4 3
16 Atletico Madrid 3 0 2 1 3 4 -1 2
17 Real Sociedad 3 0 2 1 3 4 -1 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner