Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA: Nú er komið nóg - Hugsa bara um eiginhagsmuni fárra aðila
Ceferin, forseti UEFA.
Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur gefið út yfirlýsingu um að þau félög sem taki þátt í Ofurdeildinni munu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA. Undir þetta taka sérsamböndin. Tólf af stærstu félögum Evrópu ætla sér að mynda nýja Ofurdeild og þetta eru sérsamböndin, alþjóða knattspyrnusambandið og evrópska knattspyrnusambandið alls ekki hrifin af.

Ofurdeildin ógnar tilvist Meistaradeildarinnar en DAZN er sagt tilbúið að borga fúlgur fjár fyrir sjónvarpsréttinn á nýrri Ofurdeild. Þetta heillar eigendur stærstu félaganna.

La Liga, enska úrvalsdeildin og Serie A hafa öll sent út yfirlýsingar í dag vegna málsins. Topp sex félögin á Englandi virðast vera á leið í þessa deild. Þá eru Juventus og Real Madrid spennt fyrir þessari deild en stórlið FC Bayern og PSG hafa minni áhuga.

Liðin tólf sem sögð eru á bakvið deildina: Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Atletico, Barcelona Real Madrid, AC Milan, Inter og Juventus.

„Þessir viðvarandi eiginhagsmunir fárra hafa staðið í of langan tíma. Nóg er nóg," segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner