Liverpool fékk draumabyrjun á Ítalíu í kvöld þar sem liðið mætir Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Enska liðið fékk vítaspyrnu eftir aðeins fimm mínútna leik þegar fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold fór í höndina á Matteo Ruggeri varnarmann Atalanta.
Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Liverpool þarf að skora tvö mörk í viðbót til að komast í framlengingu og þrjú til að komast áfram í undanúrslitin.
Athugasemdir