Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 18. maí 2019 19:45
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter
Mynd: Hulda Margrét
"Ég er bara stoltur af drengjunum. Þórsarar eru örugglega með besta lið deildarinnar, hrikalega erfiðir heim að sækja og á grasvelli sem við höfum ekki verið mikið á. Það að ná í þrjú stig hér er frábært," sagði Óskar þjálfari Gróttu eftir 2-3 sigur á móti Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Byrjunin var frábær hjá drengjunum í Gróttu og eftir þrjár mínútur var staðan orðinn 0-2 fyrir þeim.

"Það er alveg klárt mál að þessi tvö mörk gáfu liðinu sjálfstraust. Aulalegt að gefa þeim þessa vítaspyrnu sem kemur þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst þetta vera óþarflega spennandi, við endum leikinn einum fleiri síðustu þrjátíu mínúturnar en við vorum ekki góðir að halda boltanum né að róa leikinn eða hafa stjórn á honum."

Liðið hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og markaskorunin að dreifast vel.

"Það skiptist vel á milli. Það eru margir sem geta skorað í þessu liði og á meðan mörkin koma þá fögnum við því. Vissulega erum við búnir að fá á okkur sex mörk líka. Við þurfum að fara að spila aðeins betri vörn. Erfitt að þurfa að skora þrjú mörk í hverjum leik til að vinna hann. Það er kannski næsta mál að vera aðeins betri varnarlega og jafn beittir sóknarlega."

Grótta sækir 3 stig í dag á erfiðan útivöll.

"Gríðarlega stoltur af baráttunni. Mætum hingað með tvo hluti, hugrekki og karakter og ég get í raun ekki beðið um meira. Þetta snérist um það hvernig mínir menn myndum mæta til leiks og þeir voru besta útgáfan af sjálfum sér. Get ekki fundið lýsingarorð sem lýsir því hvað ég er stoltur af þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner