Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. maí 2019 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu magnaða ræðu hins 19 ára gamla De Ligt
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt er nafn sem fótboltaáhugamenn eiga eftir að heyra mikið af næstu árin.

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en er samt fyrirliði Ajax, sem varð á þessu tímabili hollenskur deildar- og bikarmeistari. Ajax komst einnig mjög nálægt því að fara í úrslit Meistaradeildarinnar. De Ligt spilaði stórt hlutverk í þessari velgengni.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn einn besti varnarmaður í heimi og öll stærstu félög Evrópu munu reyna að fá hann í sumar. Barcelona er talinn hans líklegasti áfangastaður en í slúðurpakkanum í morgun var sagt frá því að Manchester United ætti enn möguleika á að fá hann.

Ajax varð hollenskur meistari í vikunni og fagnaði vel og innilega enda fyrsti deildarmeistaratitill liðsins í fimm ár.

De Ligt hélt rosalega ræðu þegar Ajax fagnaði titlinum með stuðningsmönnum sínum.

„Það sem er mikilvægt er að við sýndum öllum um hvað Ajax snýst, hvernig borg Amsterdam er," sagði strákurinn ungi.

„Við höfum sýnt öllum hvað við stöndum fyrir og það er sóknarfótbolti. Við höfum sýnt öllum það sem stóri maðurinn fyrir ofan okkur (Johan Cruyff) hefði viljað sjá og það sem hann hefði búist við frá okkur."

„Við gerðum þetta allir saman. Reyndir leikmenn, ungir leikmenn, allir. Og stuðningsmennirnir, við viljum þakka ykkur fyrir frábært tímabil."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner