Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við stigið á Vodafone-Hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 ÍBV
„Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið. Við hefðum sjálfsagt tekið eitt stig fyrirfram en þetta var sanngjarnt. Við áttum hættulegustu færin í fyrri hálfleik og náðum að loka vel á þá. En gott lið eins og Valur mun alltaf eiga sína kafla í leiknum," sagði Hermann.
Hermann var ósáttur við tæklingu Hauks Páls Sigurðssonar í seinni hálfleik og mikill usli myndaðist á varamannabekk Eyjaliðsins.
„Ég bað ekki um neitt spjald en er ósáttur við tæklinguna. Hún leit illa út í fyrstu en ég ætla ekki að gera neitt stórmál úr þessu. Ég og Haukur erum búnir að ræða þetta og hann sagði að þetta væri ekki svo gróft. En ég þarf kannski bara að kenna honum að tækla," sagði Hermann.
Athugasemdir
























