Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   þri 18. júní 2024 22:36
Haraldur Örn Haraldsson
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þorsteinn Aron Antonsson leikmaður HK var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram á Lambhagavelli. Þorsteinn skoraði sigurmark HK.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 HK

„Bara mjög góður, alvöru karakter sigur. Alvöru munur á hálfleikunum, ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka."

Fyrri hálfleikurinn hjá HK var ekki góður en þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn.

„Við vorum svo lélegir að við þurftum bara að rífa okkur í gang."

Markið sem Þorsteinn skorar var nokkuð skemmtilegt. Hann tekur bakfallspyrnu fáeinum metrum frá marki sem endar í netinu.

„Þetta var geggjað sko, ég veit eiginlega ekkert hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt. Maður fer alltaf í eitthvað 'blackout' þegar maður skorar. Ég þarf að kíkja á þetta."

HK er í 9. sæti eftir 10 leiki sem er töluvert betra en þeim var spáð. Flestir miðlar spáðu þeim neðsta sæti og því ágæt stigasöfnun að vera þar sem þeir eru.

„Mjög (góð stigasgöfnun). Við erum með alveg nógu gott lið til að halda okkur uppi, og ég hef enga trú á öðru."

Þorsteinn er á láni frá Val og hann gerir sér vonir um að geta komist inn í liðið þeirra á næsta tímabili.

„Það er markmiðið að komast inn í liðið hjá Val á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner