Olga Færseth er svo sannarlega lifandi goðsögn í íslenskum kvennabolta en á ferli sínum raðaði hún inn mörkunum. Á landsliðsferlinum skoraði hún 14 mörk fyrir Ísland.
Olga er að sjálfsögðu í Tilburg til að fyljgast með fyrsta leik kvennalandsliðsins á EM en liðið leikur gegn Frakklandi í kvöld.
Olga er að sjálfsögðu í Tilburg til að fyljgast með fyrsta leik kvennalandsliðsins á EM en liðið leikur gegn Frakklandi í kvöld.
Olga segir frábært að sjá hversu góð umgjörðin í kringum landslið kvenna sé orðin.
„Svo finnst mér frábært að sjá hvernig fjölmiðlar og fyrirtæki hafa gefið auka „búst" í þetta. Þetta er eins og best verður á kosið," segir Olga.
„Þetta verður erfið byrjun en ég hef fulla trú á stelpunum. Ef við höldum Frökkunum í núllinu getur allt gerst."
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir























