Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 18. júlí 2024 22:17
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum ekki góðir, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Við vorum svo einum fleiri lungan af leiknum en náum ekki að nýta okkur það.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 1-0 tap gegn Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 Keflavík

Hvað fór úrskeðis hjá ÍR í dag og afhverju náðu þeir ekki að nýta liðsmuninn í dag?

Við náum að nýta liðsmuninn þannig að við erum að koma okkur í ágætis stöður en búum ekki til nógu góð færi og það skorti ákveðin gæði og hugmyndir. Stundum verður maður bara óþolinnmóður og við þurfum að læra af því.

Keflvíkingar skora snemma og ná að halda það út, heldur Árni að fyrsta markið í svona leik hafi verið mikilvægt?

Það er alltaf gott að skora fyrst og ná stjórn á leiknum. Þeir hefðu getað skorað fleiri, við vorum alveg hræðilegir fyrstu mínúturnar og mjög ólíkir okkur sjálfum. Þegar við náðum aðeins að vinna í því vorum við betri en því fór sem fór.

ÍR-ingar fengu Gils Gíslason á láni frá FH út tímabilið í vikunni.

Hann færir okkur mikinn hraða og auka kraft sóknarlega. Hann kom inn á í dag og var fínn. Við hentum honum í djúpu laugina en ég held að hann mun hjálpa okkur þegar hann kemst meira inn í þetta.“

Næsti leikur ÍR er Breiðholtsslagur gegn Leikni.

Þetta er bara einn leikur. Það er margt annað í þessu blessaða lífi sem maður hefur meiri áhyggjur af en að tapa einum fótboltaleik en við þurfum að koma gíraðir í þann leik. Við þurfum að spila okkar leik og þá erum við góðir.“ sagði Árni.

Viðtalið við Árna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir