Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 18. júlí 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Hrikalega gott að komast aftur á sigurbraut eða ná í þennan sigur. Þetta er ekki búið að vera detta fyrir okkur í síðustu leikjum finnst mér. Mér finnst við ekkert endilega hafa spilað eitthvað hræðilega en bara fínt að fá 'reset' og fá sigur." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld. 

Njarðvíkingar voru ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld og var mikilvægt að ná að komast aftur á sigurbraut og sækja gott sjálfstraust aftur. 

„Það er mjög mikilvægt. Það er töluvert skemmtilegra í fótbolta þegar þú vinnur. Í síðustu leikjum vorum við svo sem ekkert með lítið sjálfstraust. Við fengum 19 hornspyrnur á móti Dalvík og vorum með mikla yfirburði í leiknum. Datt ekki fyrir okkur hérna á móti Grindavík þannig við erum búnir að vera að gera réttu hlutina finnst mér en ekki alveg verið að detta fyrir okkur sem það gerði í dag og við vorum bara nokkuð heppnir að halda út á köflum." 

Þrátt fyrir smá misstig í síðustu umferðum halda Njarðvíkingar í 2.sæti deildarinnar. 

„Við gerðum bara vel í upphafi tímabils og meginþorrann af tímabilinu erum við búnir að gera mjög vel. Mér finnst við bara eiga að vera þarna uppi og að einhver blaðra sé sprunginn er mjög þreytt, eins og ég sagði þá erum við búnir að vera mjög góðir en bara óheppnir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki og vera þarna uppi eitthvað." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson markvörð Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir