Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
banner
   fim 18. júlí 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Hrikalega gott að komast aftur á sigurbraut eða ná í þennan sigur. Þetta er ekki búið að vera detta fyrir okkur í síðustu leikjum finnst mér. Mér finnst við ekkert endilega hafa spilað eitthvað hræðilega en bara fínt að fá 'reset' og fá sigur." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld. 

Njarðvíkingar voru ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld og var mikilvægt að ná að komast aftur á sigurbraut og sækja gott sjálfstraust aftur. 

„Það er mjög mikilvægt. Það er töluvert skemmtilegra í fótbolta þegar þú vinnur. Í síðustu leikjum vorum við svo sem ekkert með lítið sjálfstraust. Við fengum 19 hornspyrnur á móti Dalvík og vorum með mikla yfirburði í leiknum. Datt ekki fyrir okkur hérna á móti Grindavík þannig við erum búnir að vera að gera réttu hlutina finnst mér en ekki alveg verið að detta fyrir okkur sem það gerði í dag og við vorum bara nokkuð heppnir að halda út á köflum." 

Þrátt fyrir smá misstig í síðustu umferðum halda Njarðvíkingar í 2.sæti deildarinnar. 

„Við gerðum bara vel í upphafi tímabils og meginþorrann af tímabilinu erum við búnir að gera mjög vel. Mér finnst við bara eiga að vera þarna uppi og að einhver blaðra sé sprunginn er mjög þreytt, eins og ég sagði þá erum við búnir að vera mjög góðir en bara óheppnir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki og vera þarna uppi eitthvað." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson markvörð Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner