Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. ágúst 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mögulega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Mynd: EPA

Marc Cucurella gekk til liðs við Chelsea í sumar frá Brighton en hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í grannaslag gegn Tottenham um síðustu helgi.


Cucurella var í unglingaliði Barcelona á sínum tíma en honum tókst ekki að spila aðalliðsleik fyrir félagið. Hann fór á lán til Eibar og Getafe.

Hann var að lokum keyptur til Getafe þar sem hann spilaði í eitt ár áður en hann var keyptur til Brighton þar sem hann sló í gegn.

Hann er ánægður með þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona á sínum tíma.

„Auðvitað var það erfitt því ég hef alltaf verið í Barcelona, fjölskyldan mín er þar, það er erfitt að flytja, fara í annað félag og annan stíl," sagði Cucurella.

„Ég vissi að ég þurfti að taka skref niður á við til að fá fleiri mínútur og spila vel. Í 4-5 ár var ég ekki hjá bestu liðunum en ég hugsaði bara um að spila og vonandi einn daginn myndi ég fá tækifærið."

Ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið.

„Að fara frá Barcelona var mögulega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Ef ég hefði verið áfram hefði ég kannski bara verið á bekknum og aldrei komið til Chelsea."


Athugasemdir
banner