Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 18. ágúst 2022 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar pirraður: Þetta er nú bara hlægileg spurning
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar fengu á sig umdeilda vítaspyrnu seint í leiknum
KR-ingar fengu á sig umdeilda vítaspyrnu seint í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var eðlilega þungur á brún er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 5-3 tap liðsins fyrir Víkingi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

KR er úr leik í bikarnum í ár. Liðið jafnaði metin í síðari hálfleiknum í 3-3 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir.

Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu og komst yfir áður en liðið bætti við öðru undir lok leiks.

„Bara vonbrigði, mikil vonbrigði. Hefði mátt vera örlítið betri en Víkingar pressa mjög vel og loka svæðum. Við vorum einbeittir á það að vera ekki að taka alltof mikla sénsa og reyndum frekar að setja inn fyrir þá og hlaupa á eftir þeim, pressa þá til baka og gera þeim lífið leitt."

„Inn á milli náðu þeir tökum og náðu að þrýsta okkur til baka og spila okkur neðar á völlinn. Við vorum sáttir við það en ekki jafn sáttir að fá á okkur tvö mörk eftir fyrirgjafir utan af velli þar sem við eigum að vera stærri og sterkari í vítateignum og það var bara lélegt hjá okkur en frábærlega vel gert hjá þeim,"
sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Rúnar gerði nokkrar breytingar á liði sínu í síðari hálfleik. Stefán Árni Geirsson kom inná og lagði strax upp mark fyrir Atla Sigurjónsson en hann sagðist ekki hafa séð stórmun á liðinu eftir skiptinguna.

„Nei, það var enginn stórmunur. Við skorum mínútu eftir að við gerum skiptingu þannig áhrifin voru ekkert komin í ljós þá en jújú við komum með Stefán inná sem getur passað boltann fyrir okkur og ógnað. Við tókum smá sénsa og þurftum að gera það, vorum að tapa 3-1. Um leið og við komumst í 3-2 og fáum vítaspyrnu, skorum úr henni. Svo fara þeir upp og fá vítaspyrnu sem veit ekki hvort er vítaspyrna eða ekki."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu á 85. mínútu er Danijel Dejan Djuric var rifinn niður af Pontus Lindgren.

„Ég sé ekki hvað gerist í aðdraganda marksins í vítaspyrnunni en í stöðunni 4-3 og lítið eftir þá förum við með alla fram og reynum að jafna og við gerðum það. Þeir náð góðri skyndisókn og settu gott mark til að klára þetta en það voru tvær mínútur eftir af leiknum þá."

Rúnar var þá spurður hvort hann væri ósáttur við eitthvað sérstakt í dómgæslunni. Hann leyfði sér að brosa áður en hann svaraði en hann vildi ekki tjá sig frekar um einstök atvik í leiknum.

„Þetta er nú bara hlægileg spurning. Varst þú ekki að horfa á leikinn? Ég ætla ekki að dæma einn né neinn. Víkingur var líka mjög oft ósáttir við dómgæsluna, þannig það var ekki bara við heldur bæði lið. Það kemur stundum fyrir en það er í hita leiksins og það er í góðu. Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka dóma í þessum leik, því leikurinn er búinn og það breytir engu. Við eigum eftir að sjá þetta milljón sinnum, fjórar fimm endursýningar í sjónvarpinu og þá geta menn sagt hvort þetta væri rétt eða rangt, en það mun ekki breyta neinu ef ég fer að tuða einhverju. Maður gerir það stundum og stundum hefur maður rétt fyrir sér og stundum mjög rangt fyrir sér, þannig skulum bara leyfa öðrum að tjá sig um það," sagði Rúnar en nánar er rætt við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner