Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fös 22. ágúst 2025 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er frábært, þetta er óútskýranleg tilfinning," sagði Jeppe Pedersen markaskorari Vestra í bikarúrslitaleik þeirra gegn Val, sem  þeir unnu 1-0.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

„Þetta er fyndið að vera drekkt í mjólk, mér finnst þetta frábært. Við verðum að njóta núna, þannig þetta er bara frábært," sagði Jeppe.

Markið sem Jeppe skoraði var algjörlega frábært, negla fyrir utan teig sem söng í netinu.

„Mér fannst ég hitta boltann mjög vel, og ég sá hann fara alla leið. Þetta er örugglega besta markið sem ég hef skorað á ferlinum. Þvílíkur dagur að gera það," sagði Jeppe.

Vestra liðið þurfti að verjast mest allan leikinn, þar sem þeir lágu aftarlega og Valsarar sóttu á þá. Þeir gerðu það vel og stöðvuðu Valsarana.

„Þetta var erfitt. Eftir að við skorum markið, fannst mér við detta full langt niður, við vorum ekki nógu aggresívir. Valur er mjög gott lið og við vissum að þetta yrði erfitt, við vonuðumst til að geta spilað aðeins meira. En svona þróaðist leikurinn, og við vörðumst eins og 'fokking' heild. Þannig er leikurinn bara stundum," sagði Jeppe.

Vestra liðið hefur komið öllum að óvörum með frammistöðu sinni í sumar, og ná sér í sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvöld. Einstakt kvöld fyrir Vestfirði.

„Það trúði örugglega enginn á okkur, ég sá fyrir tímabil að fólk var að spá því að við myndum falla. Þetta kemur á óvart, en ég held að stuðningurinn útskýrir margt og allir í kringum klúbbinn. Þetta er fjölskylda," sagði Jeppe.

Jeppe spilaði gegn bróðir sínum Patrick Pedersen í kvöld en hann fór illa meiddur af velli í seinni hálfleik.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá það. Ég vorkenni honum, og það eru smá blendnar tilfinningar. Ég er 'fokking' glaður, en þetta er líka mjög sorglegt," sagði Jeppe.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir