
Vestri eru bikarmeistarar árið 2025 eftir sigur á Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 1-0. Mark Jeppe Pedersen skyldi liðin að.
„Þetta er geðveikt, ótrúleg tilfinning, það er ekkert eðlilega sætt að vinna þetta 1-0 hérna á Laugardalsvelli." sagði Gunnar Jónas Hauksson leikmaður Vestra.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Við sufferuðum mikið í lokin á fyrri hálfleik, fórum inn í hálfleik og ætluðum að róa þetta aðeins niður og mér fannst við gera það og mér fannst við vera með öll tök á seinni hálfleiknun."
Stuðningsmenn Vestra í kvöld voru stórkostlegir í kvöld og Gunnar Jónas var spurður út í stuðninginn sem liðið fékk í kvöld.
„Þetta er bara sturlun, Ibizafjörður, IBIZAFJÖRÐUR"
Hvernig ætlar Vestri að fagna þessu í kvöld?
„Sammi er örugglega búin að brugga eitthvað og við verðum að framað rauða nótt held ég."
Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.