
„Ég er pínu orðlaus ef ég á að segja alveg eins og er, þetta var mjög erfiður leikur, þurftum heldur betur að suffera. Við spiluðum frábæran varnarleik og þetta var bara frábær iðnaðarsigur einhverneigin." sagði Águst Eðvald Hlynsson leikmaður Vestra eftir að liðið tryggði sér bikarmeistartitilinn eftir sigur á Val.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Við vörðumst gríðarlega vel í kvöld, þú sást hvað við vorum að hoppa fyrir hvern einasta bolta og vörðumst bara eins og alvöru lið allan helvítis leikinn og bara orka frá fólkinu, bekknum og öllu og þetta er bara sturlaður sigur."
Águst Eðvald Hlynsson hrósar stuðningsfólki Vestra sem voru gjöraamlega frábærir í kvöld.
„Mér líður eins og þessi leikur hafi verið í fjóra tíma sko og hafa þennan stuðning á meðan skiptir bara miklu máli og þú færð bara aukna orku, þú vilt hoppa fyrir hvern einasta bolta þegar þú ert með svona stuðning á bakvið þig."
Ágúst Eðvald Hlynsson kom nokkð óvænt til Vestra
„Þetta er ástæðan afhverju ég kom hingað, þeir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari með þeim eftir rúman mánuð og ég sagði jú, ég er klár og hér er ég, bikarmeistari."