
„Ánægður með þrjú stigin og halda hreinu. Fyrsti leikurinn eftir bikarúrslitin og gott að komast aftur í deildar rútínu,'' segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðablik, eftir 5-0 sigur gegn Tindastól í 15. umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 Tindastóll
„Ég er mjög sáttur með fyrsta hálfleikinn. Við spiluðum frábærlega og skoruðum nokkur frábær mörk. Við gátum hvílt nokkra leikmenn og gefið öðrum stelpum smá leiktíma,''
Breiðablik eru með 8 stiga forskot í 1. sæti deildarinnar.
„Bæði FH og Þróttur eiga leik til góða til þess að reyna ná okkur, sem þau spila gegn hvort öðrum. Við höldum bara áfram að gera okkar og reynum að krækja í þrjú stig þegar við getum. Það er gott að vera með sigir í deildinni áður en við förum í Champions League leiki.''
Berglind Björg og Agla María skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en voru teknar út af snemma í seinni hálfleik og náðu þær ekki að skora þrennu í dag.
„Þær áttu 15 mínútur í seinni hálfleik en við erum með 3 leiki á átta dögum. Við þurfum að passa upp á að leikmenn séu ferskir og tilbúnir í það. Ég get skilið það vel að þær höfðu vilja skorað þrennu, en þetta er liðs íþrótt og það verða aðrir möguleikar fyrir þetta.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.