Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 18:30
Haraldur Örn Haraldsson
Nkunku gæti farið aftur til RB Leipzig
Mynd: Leiknir

RB Leipzig er að undirbúa tilboð í Christopher Nkunku leikmann Chelsea samkvæmt David Ornstein. Liðin hafa töluvert rætt saman í sumar vegna áhuga Chelsea á Xavi Simons.


Bayern Munchen hefur einnig haft áhuga á Nkunku í sumar, en sá áhugi virðist fara minnkandi, þar sem að Chelsea vill lána leikmanninn frekar en að lána hann.

Viðræðurnar eru á byrjunarstigi, og því ekkert víst hvað úr verður, og aðrir möguleikir eru á borði RB Leipzig. Chelsea verðmetur hann á um 50 milljónir evra, en það hefur verið áhugi á honum frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu í sumar.

Nkunku kom til Chelsea frá Leipzig sumarið 2023, og hefur spilað 43 leiki fyrir Lundúna liðið og skorað í þeim níu mörk. 


Athugasemdir
banner