Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 21:12
Haraldur Örn Haraldsson
Meistaradeildin: Óvæntur sigur hjá Kýpverjum gegn Rauðu Stjörnunni
Mynd: EPA

Þrír leikir fóru fram í fjórðu og síðustu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 


Belgíska liðið Club Brugge fór til Skotlands þar sem þeir mættu Rangers. Brugge fór með frekar öruggan 3-1 sigur úr leiknum, þar sem Romeo Vermant, Jorne Spileers og Brandon Mechele skoruðu allir í fyrri hálfleik. Danilo Pereira lagaði aðeins stöðuna í seinni hálfleik, og Rangers í brekku fyrir seinni leikinn.

Ferencvaros frá Ungverjalandi tóku á móti Qarabag frá Aserbaídsjan. Barnabas Varga kom Ferencvaros yfir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var hins vegar eign Aseranna. Marko Jankovic jafnaði leikinn áður en Kevin Medina og Musa Qurbanly bættu við. Qarabag með 3-1 forystu fyrir seinni leikinn.

Þá fékk Rauða Stjarnan frá Serbíu, Pafos frá Kýpur í heimsókn. Joao Correia kom Kýpverjum yfir í seinni háfleik, og Pepe tvöfaldaði þá forystu af vítapunktinum í seinni hálfleik. Serbar fengu einnig víti stuttu seinna en Bruno Duarte klúðraði spyrnunni, en skoraði svo úr frákastinu. 2-1 sigur fyrir Pafos í fyrri leiknum, frekar óvænt úrslit.


Athugasemdir
banner