Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 20:58
Haraldur Örn Haraldsson
Benóný Breki skoraði ólöglegt mark í tapi
Mynd: Aðsend

Benóný Breki Andrésson byrjaði leikinn á bekknum í dag en kom inn á 73. mínútu fyrir Stockport þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir Bradford City í þriðju efstu deild Englands, í kvöld. Benóný skoraði seint í leiknum til að jafna leikinn, en markið var dæmt af. Stockport er í 8. sæti deildarinnar eftir tapið með sjö stig eftir fjóra leiki.


Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á bekknum fyrir Plymouth þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Leyton Orient, einnig í þriðju efstu deild Englands. Plymmouth hefur byrjað tímabilið mjög illa og er í 23. sæti með 0 stig eftir fjóra leiki.

Einni deild neðar var annað Íslendinga lið að spila þegar Grimsby fór til Walsall. Jason Daði Svanþórsson er meiddur og tók ekki þátt í leiknum en hann endaði í 1-0 sigri Grimsby.


Athugasemdir
banner