Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 23:00
Haraldur Örn Haraldsson
Norðmenn ætla að gefa gróðann til Gaza þegar þeir mæta Ísrael
Mynd: EPA

Norðmenn mæta Ísrael í undankeppni HM en þeir hafa gefið út að þeir muni gefa allan gróðan í leiknum þeirra á milli til að „bjarga lífum í Gaza".


Lise Klaveness forseti norska sambandsins hefur verið mjög gagnrýnin á FIFA, og að þeir leyfi Ísrael að taka þátt, auk þess sem hún hefur gagnrýnt Qatar og Sádí Arabíu.

Þessi ákvörðun kemur eftir að það var mikið fjaðrafok í kringum leik liðanna síðastliðinn mars sem Noregur vann 4-2. 

Leikurinn í undakeppni HM fer fram í Október.


Athugasemdir
banner