Bournemouth er að ganga frá kaupum á Amine Adli, 25 ára marakóskum sóknarmanni frá Bayer Leverkusen. Kaupverðið er um 29 milljónir evra en Fabrizio Romano greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Adli mun ferðast til Englands og ganga undir læknisskoðun innan við sólarhring, og eftir það munu skiptin vera staðfest.
Adli spilaði 26 leiki fyrir Leverkusen á liðnu tímabili þar sem hann skoraði tvö mörk. Hann hefur verið hjá liðinu frá árinu 2021, en hann kom til liðsins frá Touluse sem er hans uppeldisfélag.
Athugasemdir