Ísak Andri Sigurgeirsson og Jónatan Guðni Arnarsson byrjuðu báðir leikinn fyrir Norkköping þegar þeir unnu 3-0 gegn Viggbyholm í forkeppni sænska bikarsins. Arnór Ingvi Traustason byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á 45. mínútu.
Ísak Snær Þorvaldsson byrjaði á bekknum en kom inn á 56. mínútu fyrir Lyngby þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir Hillerod í dönsku fyrstu deildinni í dag. Lyngby er í 3. sæti deildarinnar og eru núna búnir að spila sex umferðir.
Þá var Íslendingaslagur milli Esbjerg og Álaborgar, en bæði Breki Baldursson leikmaður Esbjerg og Nóel Atli Arnórsson leikmaður Álaborgar byrjuðu á bekknum. Nóel kom þó inn á 85. mínútu, á meðan Breki sat allan tíman á bekknum, en Esbjerg vann leikinn 1-0.
Hjörtur Hermannsson spilaði einnig í forkeppni bikars, en það var í Grikklandi með liði sínu Volos. Hjörtur byrjaði leikinn í 4-0 sigri gegn Giannina.