Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Miguel Gutierrez til Napoli (Staðfest)
Miguel Gutierrez (til vinstri)
Miguel Gutierrez (til vinstri)
Mynd: EPA
Vinstri bakvörðurinn Miguel Gutierrez er genginn í raðir Napoli frá Girona en hann er keyptur á um 20 milljónir punda.

Hann stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði svo undir fimm ára samning.

Gutierrez hélt upp á 24 ára afmæli sitt í síðasta mánuði en hann var í akademíu Real Madrid. Hann var svo seldur til Girona fyrir 4 milljónir evra 2022 og spilaði feikilega vel.

Læknisskoðunin var mjög ítarleg því hann fór í aðgerð í maí vegna ökklameiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner