Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 20:30
Haraldur Örn Haraldsson
Mohamed Salah valinn bestur á síðasta tímabili af PFA
Ekki fyrstu verðlaun sem Mohamed Salah hefur hlotið í ár
Ekki fyrstu verðlaun sem Mohamed Salah hefur hlotið í ár
Mynd: PFA
Mynd: PFA

Verðlaunahátið leikmannasamtakanna í Englandi fór fram í kvöld þar sem hin ýmsu verðlaun voru veitt. Meðal annars lið tímabilsins, í efstu fjórum deildum Englands, besti ungi leikmaðurinn, besti leikmaður í hverri deild og besti þjálfarinn.


Mohamed Salah var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann spilaði 38 leiki fyrir Liverpool í deild á síðasta tímabili, skoraði 29 mörk, og lagði upp 18

Morgan Rogers leikmaður Aston Villa hlaut verðlaunin fyrir besta unga leikmanninn. Gareth Southgate hlaut sérstaka viðurkenningu og James Trafford var valinn besti leikmaður Championship deildarinnar.

Lið ársins í enslu úrvalsdeildinni var með Matz Sels í markinu. Virgi Van Dijk, Milos Kerkez, William Saliba og Gabriel Magalhaes í vörn. Declan Rice, Ryan Gravenberch og Alexis Mac-Allister á miðjunni. Mohamed Salah, Alexander Isak og Chris Wood frammi.


Athugasemdir