Aston Villa er að skoða möguleikan á því að fá til sín framherjann Nicolas Jackson frá Chelsea áður en glugginn lokar. Chelsea vill fá um 60 milljónir punda fyrir leikmanninn en Villa mun líklega ekki vera tilbúnir að borga það verð.
Það hefur hins vegar ekki stöðvað Villa menn í því að eltast við leikmanninn og lánsdíll gæti því verið niðurstaðan. Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er mikill aðdáandi leikmannsins, en hann var þjálfari hans þegar þeir voru báðir hjá Villareal.
Newcastle hafa einnig verið orðaðir við Jackson, auk þess að það er áhugi frá Ítalíu.
Jackson skoraði 13 mörk fyrir Chelsea á liðnu tímabili og 17 mörk tímabilið þar áður. Chelsea hefur hins vegar fengið til sín bæði Joao Pedro og Liam Delap í sumar og því er Jackson falur fyrir rétta upphæð.