Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 20:50
Haraldur Örn Haraldsson
„Ég hlakka til að spila með Nordsjælland"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alexander Rafn Pálmason leikmaður KR fer til Nordsjælland næsta sumar, en hann tjáði sig um skiptin á heimasíðu félagsins.


„Ég er mjög ánægður með að fara spila fyrir FC Nordsjælland. Þetta hefur verið góð reynsla að vera hjá félaginu, og það hefur verið komið fram við okkur eins og við séum einir af þeim frá fyrsa fundi. Þannig ég hlakka mikið til þessa næsta kafla," sagði Alexander.

„Mér líkar hvernig liðið spilar, og að þeir treysta ungum leikmönnum. Þannig þetta er rétta næsta skref fyrir mig á mínum ferli," sagði Alexander.

„Það var góð reynsla að koma hingað á reynslu í fyrra og taka þátt í móti í Hollandi. Við spiluðum gegn mikið af góðum liðum, og enduðum á að vinna. Þannig það var frábært að vera partur af hóp góðra leikmanna," sagði Alexander.


Athugasemdir
banner