Real Madrid spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni undir stjórn Xabi Alonso þegar þeir unnu Osasuna 1-0.
Kylian Mbappe skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Örugg spyrna niður í hægra hornið.
Abel Bretones leikmaður Osasuna fékk svo að lýta rauða spjaldið á 94. mínútu fyrir virkilega ljóta tæklingu.
Trent Alexander-Arnold og Dean Huijsen gengu báðir til liðs við Real Madrid í sumar, en þeir byrjuðu leikinn.
Real Madrid mætir næst nýliðinum Real Oviedo.
Athugasemdir