Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mið 18. september 2019 21:48
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi reiknar með að spila áfram: Veit ekki hvaðan þetta kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við kláruðum þetta," sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

„Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir. Mér fannst við mikið betri í fyrri hálfleik og vorum við óheppnir að fara bara með 1-0 í leikhlé. Við hleypum þeim inn í leikinn, vorum ekki nógu agressívir í pressunni. Þeir fá þetta mark og þeir eru með hörkulið, þá fór aðeins um mann. Blessunarlega þá reis Helgi Valur upp og kláraði þetta undir lokin, ásamt Emil og öllu liðinu."

Helgi Sigurðsson mun sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið og hefur nafn Ólafs Inga verið í umræðunni, þ.e.a.s. að hann verði eftirmaður Helga í Árbænum.

„Þetta er hálfskrýtið, ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Þetta er kannski þess vegna að ég er að taka mínar þjálfaragráður. Við erum leiðir að missa Helga, hann er búinn að sinna þessu starfi frábærlega í þrjú ár. Við viljum klára þetta vel fyrir Helga og félagið," sagði Ólafur Ingi.

„Nú fer maður undir feld hvort maður ætli að taka annað tímabil. Það er efst í mínum huga hvort ég ætli að spila á næsta tímabili. Ég reikna frekar með því, mér finnst ég vera í fínu standi."

„Einhvern tímann kemur að því að maður getur ekki spriklað lengur og þá tekur við annar kafli. Hvort það verði þjálfun það verður að koma í ljós. Ég er alla vega að taka þessar gráður því ég hef gaman af fótbolta og ég vil halda öllum framtíðaráformum opnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner