Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 18. september 2019 21:48
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi reiknar með að spila áfram: Veit ekki hvaðan þetta kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er léttir að við kláruðum þetta," sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

„Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir. Mér fannst við mikið betri í fyrri hálfleik og vorum við óheppnir að fara bara með 1-0 í leikhlé. Við hleypum þeim inn í leikinn, vorum ekki nógu agressívir í pressunni. Þeir fá þetta mark og þeir eru með hörkulið, þá fór aðeins um mann. Blessunarlega þá reis Helgi Valur upp og kláraði þetta undir lokin, ásamt Emil og öllu liðinu."

Helgi Sigurðsson mun sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið og hefur nafn Ólafs Inga verið í umræðunni, þ.e.a.s. að hann verði eftirmaður Helga í Árbænum.

„Þetta er hálfskrýtið, ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Þetta er kannski þess vegna að ég er að taka mínar þjálfaragráður. Við erum leiðir að missa Helga, hann er búinn að sinna þessu starfi frábærlega í þrjú ár. Við viljum klára þetta vel fyrir Helga og félagið," sagði Ólafur Ingi.

„Nú fer maður undir feld hvort maður ætli að taka annað tímabil. Það er efst í mínum huga hvort ég ætli að spila á næsta tímabili. Ég reikna frekar með því, mér finnst ég vera í fínu standi."

„Einhvern tímann kemur að því að maður getur ekki spriklað lengur og þá tekur við annar kafli. Hvort það verði þjálfun það verður að koma í ljós. Ég er alla vega að taka þessar gráður því ég hef gaman af fótbolta og ég vil halda öllum framtíðaráformum opnum."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner